Stök frétt

Árið 2018 fékk Umhverfisstofnun hávaðakort frá eftirtöldum sveitarfélögum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvelli, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Akureyri og Árborg. Í kjölfar hávaðamælinga vegna kortlagningar hávaða var ráðist í gerð aðgerðaáætlana.

Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að aðgerðaráætlun sé gerð og skal hún unnin í samvinnu við veghaldara stórra vega, rekstraraðila stórra flugvalla á svæðinu og í samráði við heilbrigðisnefnd á viðkomandi svæði.

Í kjölfar hávaðakortlagningar unnu ofangreind sveitarfélög aðgerðaáætlanir, sem er þriðji áfangi í kortlagningu hávaða, fyrir þau svæði þar sem hávaði reiknaðist yfir viðmiðunarmörkum skv. reglugerð um hávaða nr. 724 frá árinu 2008. Vinna sveitarfélaga, í samstarfi við veghaldara og rekstraraðila flugvalla, miða að því að draga úr áhrifum frá hávaða frá vegum og flugumferð á þéttbýlissvæðum. Bárust aðgerðaráætlanir frá öllum ofangreindum sveitarfélögum, nema Árborg sem mun skila síðar.

Á þessari slóð er hægt að nálgast aðgerðaráætlanir vegna hávaðakortlagningar:
https://ust.is/graent-samfelag/hollustuhaettir/havadi-og-hljodvist/adgerdaraaetlanir/