Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á göngustíg og útsýnispalli á efra svæði við Gullfoss.

 

Verið er að útbúa hjáleið frá Gullfosskaffi að stiga. Leið að útsýnispalli á efra svæði verður lokuð á meðan framkvæmdir standa yfir.

 

Við neðra bílastæði eru engar framkvæmdir í gangi og fært niður að fossi.

 

Umhverfisstofnun biður gesti velvirðingar á þeirri röskun sem þessar þessar framkvæmdir gætu haft í för með sér en minnir jafnframt á ábatann sem af hlýst, íslenskri náttúru til verndar.