Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Starfsmenn Grænna skrefa verða með stutt innlegg um eftirfarandi:

  • Fréttir af Grænu skrefunum – Hildur Harðardóttir
  • Græna bókhaldið og Gagnagáttin – Birgitta Steingrímsdóttir
  • Ný heimasíða – Þorbjörg Sandra Bakke
  • Loftslagsstefna ríkisaðila og leiðbeiningar Umhverfisstofnunar – Ásdís Nína Magnúsdóttir

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á Grænu skrefunum að taka þátt, bæði þátttakendur í verkefninu sem og aðra. Þetta er frábært tækifæri til þess að kynna sér Grænu skrefin og læra meira um hvað þátttaka í verkefninu felur í sér fyrir starfsemi ríkisaðila og umhverfið. 

Hér er hlekkur  á útsendingu fundarins, en hann fer fram í gegnum forritið Teams. Ekki er nauðsynlegt að stofna aðgang til að komast inn á fundinn. Ekki þarf að hlaða niður forriti ef fylgst er með í gegnum vafra, en ef ætlunin er að fylgjast með fundinum í gegnum síma þarf að hlaða niður Teams smáforritinu. Ekki er mælt með að nota Safari vafrann en aðrir vafrar virka vel. 

Nánari upplýsingar um Græn skref er að finna á heimasíðu verkefnisins