Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Víkurlax ehf. Um er að ræða landeldi þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 20 tonn á hverjum tíma. Víkurlax ehf. hefur verið með 20 tonn leyfi og er því um endurnýjun að ræða. Víkurlax ehf er með gilt rekstrarleyfi.

Umhverfisstofnun telur að mengun verði óveruleg m.t.t lítils umfangs stöðvarinnar en frárennsli er leitt í settjörn og því næst í Eyjafjörð.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 16. júlí 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Meðfylgjandi má sjá tillögu að starfsleyfi ásamt umsókn rekstraraðila.

Tengd skjöl: