Stök frétt

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Álafoss í Mosfellsbæ sem nú hefur verið staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra.

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Má enn sjá leifar af tveimur dýfingarpöllum ofan við fossinn sem og leifar af stíflunni.

Stjórnunar- og verndaráætlun Álafoss 2020-2029 ásamt aðgerðaráætlun 2020-2022 má nálgast hér.