Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Laxa Fiskeldi ehf. Um er að ræða landeldi að Bakka í Ölfusi þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 100 tonn. Laxar Fiskeldi ehf. hefur verið með 20 tonna leyfi og er því um stækkun á leyfi að ræða.

Að mati Umhverfisstofnunar munu helstu áhrif aukningarinnar vera í formi aukins magns næringarefna en dregið er verulega úr þeirri aukningu með notkun tromlusía þannig að nær eingöngu verður um uppleyst næringarefni sem rekstaraðili mun losa í umhverfið. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í ferskvatn.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 24. nóvember 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Meðfylgjandi má sjá tillögu að starfsleyfi ásamt öðrum gögnum:

Umsókn um starfsleyfi

Tillaga að starfsleyfi

Ákvörðun Skipulagsstofnunar