Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögur að fjórum starfsleyfum fyrir Malbikunarstöðina Hlaðbær-Colas hf. fyrir færanlegar malbikunarstöðvar. Um er að ræða stöðvar að gerðunum Marini með getu til að framleiða allt að 200 tonn/klst., Amomatic með getur til að framleiða allt að 120 tonn/klst. og tvær af gerðinni Ammann sem vísað er til sem Ammann 1 og Ammann 2 hvor um sig með getu til að framleiða allt að 60 tonn/klst. af malbiki.

Stöðvarnar eru með breytilega staðsetningu þar sem þær eru settar upp til að sinna tímabundnum verkefnum. 

Í öllum tilfellum er um að ræða starfandi atvinnurekstur með starfsleyfi frá heilbrigðisnefndum en starfsemin er nú starfsleyfisskyld hjá Umhverfisstofnun með reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. 

Starfsleyfin gilda til 1. desember 2020 (Marini á framlengingu), 21. febrúar 2021 (Amomatic) og 14. maí 2021 (Ammann 1 og 2).

Athugasemdir við starfsleyfistillögur skulu vera skriflegar og sendar á Umhverfisstofnun (ust@ust.is). Auglýsingartími er fjórar vikur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 28. nóvember 2020.

Fylgiskjöl:
Tillaga að starfsleyfi Marini
Umsókn um starfsleyfi Marini
Tillaga að starfsleyfi Amomatic
Umsókn um starfsleyfi Amomatic
Tillaga að starfsleyfi Ammann 1
Umsókn um starfsleyfi Ammann 1
Tillaga að starfsleyfi Ammann 2
Umsókn um starfsleyfi Ammann 2
Besta aðgengilega tækni
Rekstrar- og viðhaldsáætlun rykhreinsibúnaðar færanlegra stöðva
Áhrif losunar á umhverfið