Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun, ásamt samstarfshópi sem vinnur að undirbúningi friðlýsingar, kynnir hér með áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum, skv. 47. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Svæðið nær m.a. til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar, Surtarbrandsgils, Vatnsfjarðar og Hrafnseyrar.

Áform um friðlýsingu skulu kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga. Gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 2. janúar 2021. 

Samhliða auglýsingu um áform um friðlýsingu er óskað eftir tillögum að nafni fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð.

Frekari upplýsingar um ýmis mál tengd friðlýsingunni, t.d. náttúru- og menningarminjar, samgöngu- og innviðamál, umsjón, stjórnun, samfélagsleg áhrif o.fl. má finna  hér.