Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið 2021. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður. Menntaðir landverðir ganga alla jafna fyrir við ráðningar í störf.

Námskeiðið er 110 klst. og eru megin umfjöllunarefnin eftirfarandi;

  • Landverðir, helstu störf
  • Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála
  • Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
  • Gestir friðlýstra svæða
  • Mannleg samskipti
  • Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegt og verklegar æfingar
  • Vinnustaðir landvarða
  • Öryggisfræðsla

Námskeiðið hefst 4. febrúar og lýkur 28. febrúar. Kennt er um helgar milli klukkan 9 og 14 og á fimmtudags- og föstudagskvöldum frá kl. 17. Gert er ráð fyrir töluverðri heimavinnu til viðbótar við mætingarskyldu á fyrirlestra og umræðufundi. Fyrirlestrar verða teknir upp en nemendur sem missa af umræðum vinna verkefni í stað umræðnanna.

Fram til þessa hefur námskeiðið verið kennt í Reykjavík en vegna ástandsins í samfélaginu verður námskeiðið 2021 eingöngu kennt í fjarkennslu fyrir utan verkefni í náttúrutúlkun sem verður unnið í og metið í litlum hópum, hér og þar um landið, allt eftir því hvar nemendur eru staðsettir. Hér er því tækifæri fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Námskeiðsgjaldið 2021 er kr. 116.250, sem er lægra gjald en í fyrra en það helgast af því að engar vettvangsferðir verða farnar sem hluti af námskeiðinu.

Frekari upplýsingar má finna hérSkráning hefst 4. janúar klukkan 10:00 og stendur til 11. janúar 2021.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ósk Jónasdóttir hjá Umhverfisstofnun, kristinosk@ust.is

*Ath, öll kennsla og námsgögn eru á íslensku.