Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Undanfarið hefur samstarfshópur unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Ströndin við Stapa og Hellna. 

Drög að áætluninni eru hér með lögð fram til kynningar. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til 10 ára, ásamt hlaupandi aðgerðaáætlun til þriggja ára.

Ströndin við Stapa og Hellna er á sunnanverðu Snæfellsnesi, 15-100 metra breitt belti sem liggur eftir ströndinni frá Brúnkolluholti í vestri og að Grísafossá í austri. Sker úti fyrir ströndinni tillheyra friðlandinu.

Verndargildi friðlandsins felst í jarðfræðilegum fyrirbærum, landmótun og fuglalífi. Svæðið er einnig ríkt af sögu, sögnum og menningarminjum. Leiðarljós áætlunarinnar er að manneskjan upplifi áfram þá sterku tilfinningu sem ganga með ströndinni veitir, að hún finni þann kraft sem náttúran gefur og að auðlindir náttúrunnar séu áftam nýttar á sjálfbæran hátt.

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 28. janúar 2021. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. 

Nánari upplýsingar má finna hér: Ströndin við Stapa og Hellna