Umhverfisstofnun, í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa, kynnir áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar fólkvangsins í Garðahrauni í Garðabæ, í samræmi við 52. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Áformin eru kynnt í samræmi við ákvæði 36. og 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 25. mars 2021.
Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um áformin má sjá hér: Garðahraun í Garðabæ