Stök frétt

Mynd tekin af vef Íslenska kalkþörungafélagsins

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið ehf. fyrir framleiðslu á allt að 120.000 tonnum árlega af kalki og öðrum kalkafurðum.

Tillaga að starfsleyfi ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar og starfsleyfisumsókn var auglýst á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 13. nóvember til 14. desember sl. og gafst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin. Ein umsögn barst á auglýsingatíma sem gert er grein fyrir í starfsleyfinu. Starfsleyfið er gefið út með aðeins smávægilegum breytingum sem gerð er grein fyrir í greinargerð sem fylgir starfsleyfinu.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Auglýsing þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, öðlast þegar gildi og gildir til 29. janúar 2037.

Tengd skjöl

Starfsleyfi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf
Umsögn heilbrigðisnefndar Vestfjarða