Stök frétt

Alþjóðlega ráðstefnan um plast í Norðurhöfum og kaldtempruðum svæðum sem upphaflega átti að fara fram í apríl hér á landi, hefur verið færð á netið sökum aðstæðna. Ráðstefnan fer nú fram á netinu, 2.-4. mars og 8.-9. mars 2021. Slóð verður send á alla skráða þátttakandur er nær dregur ráðstefnunni.

Skráning er í fullum gangi. Skráningargjald er 17.500 kr en 10.000 kr fyrir námsmenn.   

Veitt verður endurgreiðsla upp að núverandi og jafnframt lækkuðu skráningargjaldi fyrir þá einstaklinga sem borguðu upphaflegt skráningargjald (35.000 kr.), en hyggjast sækja viðburðinn í gegnum netið. Að sama skapi verður 90% endurgreiðsla af skráningargjaldinu fyrir þá einstaklinga sem þegar hafa skráð sig en geta ekki verið viðstaddir viðburðinn í gegnum netið. Í slíkum tilfellum, vinsamlegast sendið tölvupóst á arcticplastics2020@pame.is

Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu (Arctic Council) frá maí 2019 til maí 2021 og hefur á þeim tíma beitt sér í því að leita leiða og aðferða til að draga úr áhrifum og magni plasts á Norðurheimskautssvæðinu.

Frekar upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Ráðstefnan er styrkt af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES), Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (UN Environment Program), OSPAR-samningnum um verndun Norðaustur-Atlantshafsins (The OSPAR Commission), Hafrannsóknanefnd UNESCO (IOC UNESCO), Kenndyskólanum við Harward háskóla (The Harward Kennedy School), Alþjóðlega Norðurheimsskauts vísindaráðinu (IASC), Háskóla Norðurslóða (UArctic), Alþjóða Kyrrahafshafrannsóknaráðið (PICES) og Vinnunefnd Norðurskautsráðsins um verndum Norðurslóða (PAME).