Stök frétt

Landvörður á vegum Umhverfisstofnunar bendir á að mikilvægt sé að taka mannbrodda alltaf með sér þegar er farið í Reykjadal að vetri.
Veðurfar í Reykjadalnum er ekki eins og í Hveragerði og er oft mikil hálka inn í dalnum þótt sé þurrt og hlýtt við bílastæðið.
Mikilvægt er að nota mannbrodda vegna hálku og klaka til að forðast slys og til að halda sér á stígnum.
Notkun mannbrodda á gönguleiðum kemur í veg fyrir að troðningar myndast meðfram stígunum og verndar gróður.