Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Rifós hf. Um er að ræða landeldi á Röndinni á Kópaskeri þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 400 tonn.

Að mati Umhverfisstofnunar munu helstu áhrif aukningarinnar vera í formi aukins magns næringarefna en dregið er verulega úr þeirri aukningu með notkun tromlusía þannig að nær eingöngu verður um uppleyst næringarefni sem rekstaraðili mun losa í umhverfið. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó. Mælingar eru gerðar á fráveituvatni þannig að hægt er að fylgjast með losun og bregðast við hún fer yfir þau viðmiðunarmörk sem kveðið er á í starfsleyfi.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202012-031. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 29. mars 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að starfsleyfi Rifós hf.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu
Tilkynning vegna matsskyldu