Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Plast sem fannst í meltingarvegi eins fýls sem safnað var árið 2020. Plastið er sett ofan á millimetrapappír til að sýna stærð.

Vöktun á magni plasts í meltingarvegi fýla árið 2020 er lokið og eru niðurstöður aðgengilegar á heimasíðu Umhverfisstofnunar:  https://ust.is/haf-og-vatn/plastmengun/plast-i-fuglum/

Helstu niðurstöður

  • Um 68% fýlanna voru með plast í meltingarvegi, alls 154 plastagnir. 
  • Meðalfjöldi plastagna í fýl var 6,2 en mesti fjöldi í einum fýl var 64 plastagnir.
  • Aðeins 8% af fýlunum var með meira en 0,1 g af plasti í sér sem er nokkuð minna en síðustu ár og undir EcoQO staðlinum. Þó er ekki hægt að draga af því víðtækar ályktanir þar sem sýnið var of lítið þetta ár og hefði aðeins þurft einn fugl í viðbót með meira en 0,1 g af plasti til að fara yfir mörkin.
  • Í heild er búið að safna 121 fýl til plastrannsókna á Íslandi frá árinu 2018 og af þeim hafa 67% verið með plast í meltingarvegi. Hlutfall fýla sem hefur haft meira en 0,1 g af plasti er 13% sem er lágt í samanburði við aðrar rannsóknir á plasti í meltingarvegi fýla við Norður-Atlantshaf.