Stök frétt

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Umhverfisstofnun standa fyrir opnum rafrænum fundi um einnota plastvörur fimmtudaginn 25. mars kl. 14.00-15.00.

Þann 3. júli næstkomandi tekur í gildi bann við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað og nýjar reglur um sölu eða aðra afhendingu á vörum úr plasti. Bannið hefur víðtæk áhrif á matvælaframleiðendur og brýnt að huga að þeim breytingum sem kunna að hafa áhrif á starfsemi fyrirtækja.

Á fundinum fer Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftlagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, yfir hvað felst í banninu, hvað er leyfilegt og hvað ekki. Fjallað verður um hvað plast er, hvað einnota þýðir og hvaða lausnir standa til boða. Að erindinu loknu verður spurningum fundargesta svarað.

Hlekkur á viðburðinn