Kynningarfundur um fyrirhugaða friðlýsingu Skerjafjarðar við Álftanes
Umhverfisstofnun vinnur nú, ásamt Garðabæ, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, að undirbúningi friðlýsingar í Skerjafirði við Álftanes.
Umhverfisstofnun boðar af því tilefni til kynningarfundar um fyrirhugaða friðlýsingu þann 8. apríl nk. kl. 20:00. Fundurinn verður rafrænn og verður hægt að tengjast honum á vefslóðinni http://ust.is/fundur20210408
Á fundinum mun sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun flytja erindi þar sem fjallað verður um friðlýsingaferlið sjálft, verndargildi og sérstöðu svæðisins og möguleg mörk friðlýsta svæðisins.
Í kjölfar erindisins verður tekið á móti spurningum og umræðum.
Fundurinn er öllum opinn og við vonumst til að sjá sem flesta.