Stök frétt

Mynd: Rory Hennessey - Unsplash
Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa verður að þessu sinni í formi þriggja rafrænna funda sem haldnir verða í apríl.

Dagana 8., 15. og 28. apríl kl. 9:00-10:30 verður boðið upp á opna fundi með fjölbreyttum erindum sem varða náttúruvernd og umhverfismál í starfsemi sveitarfélaga. Fundirnir eru samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og náttúrustofa.

Á fyrsta fundinum sem fram fer þann 8. apríl kl. 9:00-10:30 verður fjallað um loftslagsmál, loftgæði og sveitarfélög.

Fundurinn verður aðgengilegur á slóðinni: https://ust.is/fundur2021apr8

Nánari upplýsingar og dagskrá fundanna má nálgast hér.