Stök frétt

Mynd: Fanney Gunnarsdóttir
Náttúruverndarsvæðin Gullfoss og Geysir voru valin til þátttöku í verkefninu fyrirmyndaráfangastaðir. Um er að ræða verkefni sem Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnti á dögunum og er um heildstæða áfangastjórnun á ferðamannastöðum og kallast verkefnið Varða.

Verkefnið er samstarfsverkefni atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Í umfjöllun um verkefnið segir m.a. að vörður séu merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- eða heimsvísu.

Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. Talsverðu fjármagni verður veitt í verkefnið til að bæta og byggja upp innviði á þeim ferðamannastöðum sem fara inn í verkefnið. Aðrir staðir sem valdir voru í þessum fyrsta áfanga verkefnisins voru Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði. 

Hér má nálgast nánari umfjöllun um verkefnið