Stök frétt

Ársfundur Umhverfisstofnunar verður með óhefðbundnu sniði í ár og fer eingöngu fram í streymi á vef klukkan 9 þann 17. maí. Yfirskriftin að þessu sinni er Flýgur græna sagan þar sem við leggjum áherslu á þann árangur sem þegar hefur náðst en horfum einnig grænum augum til framtíðar.

Umhverfisstofnun er með 9 starfsstöðvar víðs vegar um landið og leggur mikla áherslu á störf án staðsetningar. Við fáum Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Akureyrar, Jón Björn Hákonarson forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Sigríði Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Vestfjarðarstofu til að leggja orð í belg um kosti og galla slíkra starfa fyrir landsbyggðina og tækifærin sem í þeim liggja.

Aðrir gestir ársfundar auk sérfræðinga stofnunarinnar eru þau Andri Þór Arinbjörnsson framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita og Sigrún Melax gæðastjóri JÁVERK sem kynna okkur jákvæða reynslu sína af svansvottuðum byggingarframkvæmdum.

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar sem taka til máls eru:

  • Davíð Örvar Hansson og Eva B. Sólan Hannesdóttir - Uppskera í friðlýsingum
  • Hákon Ásgeirsson og Jón Björnsson - Á grænum grundum
  • Hólmfríður Þorsteinsdóttir - Fráveita til framtíðar
  • Birgitta Stefánsdóttir - Nýsköpun í hring
  • Halla Einarsdóttir - Er umhverfisstjórnun fyrirtækja að batna?
  • Jóhannes Birgir Jensson - Bætt þjónusta Umhverfisstofnunar

Einnig fáum við að sjálfsögðu ávarp frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfismálaráðherra og Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra.

Hægt er að melda sig á fundinn á viðburðinum hér.

Ársfundurinn verður í framhaldinu aðgengilegur hér á vefnum.