Stök frétt

Landverðir á vegum Umhverfisstofnunar hófu störf á eldgosasvæðinu við Geldingadali í vikunni og verða með fasta viðveru þar alla daga í sumar. Landverðirnir hafa það hlutverk að veita gestum upplýsingar um gönguleiðir og aðstæður hverju sinni. Landverðir munu einnig sinna viðhaldi á gönguleiðum og eftirliti með þeim í samstarfi við landeigendur, sveitarfélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg.