Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd tekin af vef Fjarðabyggðar
Sveitarfélagið Fjarðabyggð sendi Umhverfisstofnun erindi þar sem óskað var eftir breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins fyrir urðun úrgangs í Mýrdal í landi Þernuness í Reyðarfirði. Var óskað eftir því að í heimilt verði að urða stöðug óvirk spilliefni, s.s. asbest, sem fullnægja viðmiðunum um móttöku sem settar eru í viðauka II við reglugerð nr. 738/2003. Umhverfisstofnun hefur nú unnið breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins í samræmi við erindið.

Athugasemdir við breytingatillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202105-161. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 2. ágúst 2021, umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfisbreytingu við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengt skjal:
Tillaga að breytingu á starfsleyfi