Stök frétt

Mynd: Laxar Fiskeldi ehf.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Laxa Fiskeldis ehf. að Fiskalóni í Ölfusi.
Um er að ræða landeldi og snýr breytingin að grein 1.2 í starfsleyfi. Í eldra leyfi var kveðið á um hámarks lífmassa og framleiðslu á ári allt að 100 tonnum. Í tillögu að nýju leyfi er eingöngu kveðið á um hámark lífmassa á hverjum tíma allt að 100 tonnum. Breytingin fór í matskyldufyrirspurn hjá Skipulagsstofnun sem komst að niðurstöðu um að hún þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Einnig hafa verið gerðar aðrar uppfærslur á leyfi, allar breytingar eru í hornklofa.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 20. september 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Meðfylgjandi má sjá tillögu að starfsleyfi ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Laxa Fiskeldis ehf. Fiskalóni
Ákvörðun Skipulagsstofnunar