Stök frétt

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Ströndina við Stapa og Hellna hefur nú verið undirrituð og staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra. Ströndin við Stapa og Hellna er þekkt fyrir fagrar og margbreytilegar klettamyndanir, ríkt fuglalíf, sögu og menningarminjar.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við sveitarfélag, íbúa og hagsmunaaðila og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun friðlandsins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um. Með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til 10 ára, ásamt hlaupandi aðgerðaáætlun til þriggja ára. 

Ströndin við Stapa og Hellna var friðlýst sem friðland árið 1979  og var friðlýsingin endurskoðuð árið 1988. Gildi svæðisins felst allt í senn í jarðfræði, sögu, lífríki og fræðslu- og vísindagildi auk þess sem heildarmynd staðarins þykir hafa mikið fegurðargildi. 

Sjá nánar um verndaráætlunina, aðgerðaáætlun og greinargerð með athugasemdum