Sautján aðilar hafa verið tilnefndir til Bláskeljarinnar, nýsköpunarverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum.
Bláskelin verður afhent á málþingi Plastlauss septembers þann 16. september klukkan 17:00 í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar.
Bláskelin er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.
Auglýst var eftir tilnefningum og alls bárust 25 tilnefningar um 17 aðila:
Fjórir aðilar hafa verið valdir í úrslitahóp og tilkynnt er um þá á Facebook síðu Saman gegn sóun.
Dómnefnd Bláskeljarinnar skipa: