Bláskelin verður afhent við formlega athöfn í dag kl. 17 í Auðarsal í Veröld, húsi Vigdísar. Viðburðinum verður einnig streymt. Fundarstjóri verður Sævar Helgi Bragason.
Bláskelin er viðurkenning sem er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mun afhenda verðlaunin.
Dagskrá:
Öllum er velkomið að koma á viðburðinn eða fylgjast með í streymi.
Sautján aðilar voru tilnefndir til Bláskeljarinnar í ár. Fjórir aðilar hafa verið valdir í úrslitahóp, en það eru Te & Kaffi, Bambahús, Pure north Recycling, og HempPack.