Stök frétt

Unnið hefur verið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Goðafoss í Skjálfandafljóti. Goðafoss var friðlýstur sem náttúruvætti þann 11. júní 2020.

Gerð áætlunarinnar var í höndum fulltrúa Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar og landeigenda.

Tillaga að áætluninni og aðgerðaáætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins. Hann greinist í tvo meginfossa og nokkra smærri. Ásýnd fossins er fjölbreytileg eftir vatnsmagni, veðurfari og árstíð. Fossinn er 9-17 m hár og um 30 m breiður.

Eins og áður segir liggja drög að áætluninni nú frammi til kynningar og er öllum frjálst að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum vegna hennar.

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 29. nóvember 2021