Stök frétt

Börn leika sér gjarnan á gólfinu þar sem efnaleifar safnast saman. / Mynd: Unsplash

Börn eru mun viðkvæmari en fullorðnir gagnvart hættu af völdum efna í umhverfinu. Þau eru með þynnri húð; anda, borða og drekka meira miðað við líkamsþyngd; leika sér á gólfinu þar sem efnaleifar safnast saman í ryki ásamt því að skoða heiminn með því að smakka á hlutum og koma við með höndunum. 

Á hverju ári verður til fjöldi nýrra efna sem birtast í þeim fjölmörgu vörum sem settar eru á markað fyrir almenning um allan heim. Nýjar upplýsingar um hættuna af völdum þessara efna gagnvart heilsu og umhverfi koma stöðugt fram. 

Börn eru enn að þroskast og ferlar í líkama þeirra til þess að brjóta niður og aðskilja efni úr umhverfinu eru enn ekki fullbúnir. Þess vegna eigum við að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að börnin komist í snertingu við efni. 

Til þess þurfum við meðal annars að leggja áherslu á að:

  • Fylgjast með umræðu um áhrif hættulegra efna.
  • Láta börn ekki leika sér með hluti sem kunna að innihalda óæskileg efni.
  • Tryggja gott inniloft á heimilinu.
  • Velja umhverfisvottaðar vörur.
  • Draga úr neyslu eins og hægt er.

Í opnum fyrirlestri um efnin á heimilinu mun teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun fræða okkur um hættur af völdum efna í daglegu umhverfi og hvað við getum gert til þess aða draga áhrifum þeirra á heilsuna. 

Fyrirlesturinn fer fram í beinu streymi miðvikudaginn 20. október kl. 12:15. 

Nánar um fyrirlesturinn.