Stök frétt

Ásdís Nína Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, á morgunfundi Grænna skrefa 5. nóvember 2021.

Grænu skrefin héldu árlegan morgunfund sinn á Grand hóteli föstudaginn 5. nóvember sl.

Fulltrúum Grænna skrefa hjá ríkisstofnunum og fyrirtækja í meirihluta ríkiseigu var boðið að taka þátt. Á fundinum var lögð áhersla á loftslagsstefnur en allar stofnanir ríkisins skulu setja sér loftslagsstefnu fyrir lok þessa árs. 

Það var frábær þátttaka í fundinum. Um 60 manns mættu í eigin persónu og um 50 manns tóku virkan þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Á fundinum var fjallað um skipulagningu umhverfisvænni viðburða, verkefnakistu loftslagsvænni sveitarfélaga, ábyrga kolefnisjöfnun og reynslusögur frá þátttakendum í verkefninu.

Nánar á heimasíðu Grænna skrefa:

Morgunfundur Grænna skrefa á Grand hóteli

Frjóir hugar í Grænum skrefum – aðgerðavinna á morgunfundi