Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Þann 24. febrúar 2022 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, í máli nr. 153/2021, úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 6. september 2021 um að veita Íslenska gámafélaginu ehf. starfsleyfi fyrir móttöku og meðhöndlun spilliefna að því er varðar heimild fyrir starfsemi að Koparsléttu 22 í Reykjavík. Að öðru leyti stendur ákvörðunin óröskuð og starfsleyfið gildir áfram hvað varðar Kalksléttu 1.

Komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að starfsemin samræmist ekki skipulagi á Koparsléttu 22 sem er skilgreind sem athafnasvæði. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist starfsemi sem felur í sér móttöku og meðhöndlun spilliefna, ekki landnotkuninni athafnasvæði í skilningi skipulagsreglugerðar. 

Eru því skilyrði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998, um samræmi starfsleyfis við skipulag samkvæmt skipulagslögum, ekki uppfyllt hvað varðar starfsemi að Koparsléttu 22. 
Þann 7. mars 2022 sendi Umhverfisstofnun rekstraraðila bréf þar sem vísað var til framangreinds úrskurðar og þess að stofnunin áformaði að lagfæra starfsleyfið til samræmis við niðurstöðu hans.

Að framangreindu virtu hefur Umhverfisstofnun nú lagfært starfsleyfi Íslenska gámafélagsins ehf. til móttöku og meðhöndlun spilliefna að Kalksléttu 1, 162 Reykjavík.
Engar aðrar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á starfsleyfinu.

Tengd skjöl
ÍGF Esjumelum starfsleyfi
Bréf til rekstraraðila 7.3.2022
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í máli nr. 153_2021