Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd fengin af heimasíðu rekstraraðila

Umhverfisstofnun auglýsir breytingu á starfsleyfi Orku náttúrunnar ohf. fyrir vetnisverksmiðju að Tæknigörðum við Hellisheiðavirkjun.

Breytingin fellst í  að gildistími starfsleyfisins er lengdur til 16 ára og framleiðslumagn er aukið úr 93,468 tonnum af vetni á ári í 130 tonn. Einnig eru önnur ákvæði starfsleyfisins uppfært til samræmis við nýleg starfsleyfi. Skipulagsstofnun úrskurðaði að framkvæmdin væri ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og skildi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum þann 31. ágúst 2022.

Athugasemdir við breytingatillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun á ust@ust.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5. desember 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að breyttu starfsleyfi - Orka náttúrunnar
Matsskylduákvörðun