Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd: Anastasia Taioglou - Unsplash

Gefin hefur verið út skýrsla um vistfræðileg viðmið við ástandsflokkun strandsjávar á Íslandi út frá líffræðilegum og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum. Skýrslan var unnin af Hafrannsóknastofnun fyrir Umhverfisstofnun vegna innleiðingar á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir viðmiðunargildum sem nota skal við ástandsflokkun vatnshlota í strandsjó. Skýrslan markar tímamót í því að meta ástand sjávar út frá rannsóknar- og vöktunargögnum. Samkvæmt skýrslunni er hægt að meta ástandsflokkana mjög gott, gott og ekki viðunandi fyrir líffræðilegu gæðaþættina; botndýr á mjúkum botni, botnþörunga á hörðum botni og lífmassa plöntusvifs (blaðgrænu), auk eðlisefnafræðilegu gæðaþáttana; styrk uppleystra næringarefna (nítrat og fosfat) að vetrarlagi. Skýrslan er mikilvægt verkfæri við áframhaldandi vinnu við innleiðingu laga um stjórn vatnamála og mun varpa ljósi á ástand strandsjávar er fram líða stundir.

Hlekkur á skýrslu Hafrannsóknastofnunar: Vistfræðileg viðmið við ástandsflokkun strandsjávar

Tengt efni
Stjórn vatnamála