Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd fengin af heimasíðu rekstraraðila
Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Orku náttúrunnar ohf. fyrir vetnisverksmiðju að Tæknigörðum við Hellisheiðavirkjun. 

Breytingin fólst í  að gildistími starfsleyfisins er lengdur til 16 ára og framleiðslumagn er aukið úr 93,468 tonnum af vetni á ári í 130 tonn. Einnig voru önnur ákvæði starfsleyfisins uppfært til samræmis við nýleg starfsleyfi. Skipulagsstofnun úrskurðaði að framkvæmdin væri ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og skildi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum þann 31. ágúst 2022. 

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 7. nóvember til og með 5. desember 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar umsagnir bárust á auglýsingartíma. 

Með starfsleyfinu fylgir greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ákvörðun Umhverfisstofnunar vegna breytingarinnar. 

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar. 

Tengd skjöl
Uppfært starfsleyfi