Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd: Jeremy Bishop - Unsplash

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Ísafjarðardjúpi. Breytingin snýst aðallega um aukningu á umfangi ásamt tegundabreytingu. Núverandi leyfi heimilar allt að 5.300 tonna lífmassa af regnbogasilungi en eftir breytingu verður umfangið allt að 8.000 tonna lífmassi að hámarki 5.200 tonn af frjóum laxi.

Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum og birti Skipulagsstofnun álit vegna þessa þann 28. janúar 2021. Framkvæmdin rúmast bæði innan burðarþolsmats og áhættumats Hafrannsóknarstofnunar fyrir Ísafjarðardjúp. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að eldið muni hafa áhrif vegna aukinnar uppsöfnunar næringarefna undir og nálægt kvíum og verði talsvert neikvæð. Áhrifin muni ráðast af aðstæðum á hverjum stað og vera að að mestu afturkræf með nægjanlegri hvíld svæða og ef eldi verði hætt, og tilhögun eldisins stjórnist að raunástandi á eldissvæðum. Umhverfisstofnun bendir á í því samhengi að í tillögu að starfsleyfi stofnunarinnar fyrir starfseminni eru ákvæði þess efnis að stofnunin geti einhliða frestað útsetningu seiða, bendi niðurstöður vöktunar til þess að umhverfisaðstæður séu óhagstæðar á eldissvæði og það þarfnist frekari hvíldar. Umhverfisstofnun veitti umsagnir í matsferli framkvæmdarinnar og telur að þau skilyrði sem fjallað er um endurspeglist í vöktunaráætlun rekstaraðila ásamt ákvæðum í starfsleyfi.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202003-448. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 3.júlí 2023. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl