Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd tekin af heimasíðu Matís
Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá Matís ohf. um leyfi til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði fyrirtækisins að Vínlandsleið 12 Reykjavík.

Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og reglugerð nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Umræddar örverur falla undir afmörkunarflokk 1 sem felur í sér minnstu mögulega áhættu fyrir fólk og umhverfi.

Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitinu var tilkynnt um umsóknina en hvorugur aðilinn taldi þörf á umsögn þar sem um er að ræða leyfi sem tæki við af eldra útrunnu leyfi fyrir sömu starfsemi.

Umhverfisstofnun mun auglýsa ákvörðun sína um útgáfu leyfis síðar.