Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd tekin af heimasíðu Matís

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Matís ohf., fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera, í húsnæði rekstraraðila að Vínlandsleið 12 113 Reykjavík.

Um er að ræða leyfi fyrir afmarkaðri notkun erfðabreyttra örvera af flokki 1, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaðanotkun erfðabreyttra örvera, sem felur í minnstu mögulega áhættu fyrir fólk og umhverfi. Nánari upplýsingar má finna í greinargerð með leyfinu.

Leyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og reglugerð nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 29. júní 2039.

Þar sem um afmörkunarflokk 1 er að ræða var ekki þörf á  umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur en nefndin var látin vita af umsókninni og gerði ekki athugasemdir við hana. Ekki er um nýja starfsemi að ræða en Vinnueftirlitið var þó einnig látið vita af umsókninni. Ekki var talin ástæða til umsagnar af hálfu Vinnueftirlitisins né gerð athugasemd við flokkun starfseminnar í flokk 1. 

Umsókn rekstraraðila er meðfylgjandi þessari tilkynningu.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar, skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: