Stök frétt

Höfundur myndar: Bjarni Jónasson

Umhverfisstofnun í samstarfi við Austurbrú á Egilsstöðum auglýsir námskeið fyrir nýja leiðsögumenn með hreindýraveiðum. Í boði eru 30 sæti á námskeiði fyrir nýja leiðsögumenn. Komi til þess að fleiri en 30 sækist eftir þátttöku í námskeiðinu verður valið úr hópi umsækjenda með tilliti til eðlilegrar nýliðunar í hópi leiðsögumanna, sbr. 11. mgr. 14. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.

Skráning á námskeið hefst föstudaginn 5. janúar 2024 og líkur á miðnætti sunnudaginn 21.janúar 2024. Verð fyrir námskeið er 330.000 krónur.

Allar frekari upplýsingar um námskeið og skráningu má finna á upplýsingasíðu fyrir námskeiðið. Umsækjendur eru beðnir að kynna sér vel allar verklagsreglur og skilyrði varðandi inntöku á námskeið.