Stök frétt

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ásamt fulltrúum Oddfellow, Garðabæjar og Golfklúbbsins Odds / Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti þann 10. janúar friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs við hátíðlega athöfn í Golfskála golfklúbbsins Odds í Garðabæ.

Friðlýsing svæðisins á að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns. Svæðið býr yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu, m.a. um göngu- og reiðstíga sem liggja um svæðið. 

Urriðakotshraun er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum og er þar nokkuð um hraunhella.

Markmið friðlýsingarinnar er einnig að vernda jarð- og hraunmyndanir og menningarminjar Urriðakotshrauns, sem eru fágætar á heimsvísu og náttúrulegt gróðurfar svæðisins. 

Friðlýsta svæðið er 1,05 km2 að stærð. Samhliða vinnu við friðlýsingu var unnið deiliskipulag fyrir svæðið. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir golfbrautum innan afmarkaðs svæðis fólkvangsins.

Meira um Urriðakotshraun

Samstarfshópurinn sem vann að friðlýsingunni. Á myndinni eru fulltrúar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa, Umhverfisstofnunar, Garðabæjar og Skógræktarfélags Reykjavíkur / Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfestir friðlýsingu Urriðakotshrauns / Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir.