Stök frétt

Þjórsárver eru alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði

Þann 2. febrúar er haldið upp á alþjóðlegan dag votlendis hjá aðildarríkjum Ramsar-samningsins. 

Í ár er lögð áhersla á að velferð manna og velferð votlenda er samofin. Við höfum öll hagsmuna að gæta við vernd votlenda. 

Á ensku: All aspects of human wellbeing are tied to  the health of the world’s wetlands. It calls on each of us to value and protect our wetlands. Every wetland matters. Every effort counts.

Verðmæti votlendissvæða

Ramsar-samningurinn kom upphaflega til vegna fækkunar í stofnum votlendisfugla og stöðugum ágangi á búsvæði þeirra en votlendi er miklu meira en bara búsvæði fugla. Heilbrigt votlendi stuðlar að ólíkum þáttum sem við köllum vistkerfisþjónustu.

  • Vistkerfisþjónusta er lífsnauðsynleg fyrir okkur mennina. Það er að hluta til virkni vistkerfa sem viðheldur gæðum loftsins sem við öndum að okkur, vatnsins sem við drekkum og auðlindanna sem náttúran færir okkur.
  • Votlendi virkar eins og stór kolefnisgeymsla þar sem lífræn efni hafa safnast upp yfir langan tíma í miklu magni í jarðveginum. Votlendi er því gríðarlega mikilvægt þegar kemur að loftslagsmálum.
  • Votlendi hefur mikilvægt útivistargildi en áhugi fólks á útivist í náttúrunni hefur aukist mikið á síðustu árum og er útivistargildi votlenda mikilvægt í tengslum við lýðheilsumál.
 

Mynd: Þjórsárver eru einstakar gróðurvinjar  á mið hálendi Íslands.

 

Tengt efni: