Stök frétt

Frá stofnfundi FUMÍS 12. febrúar 2024. Frá vinstri: Guðjón I. Eggertsson, Helga J. Jónasdóttir, Ríkharður Friðriksson, Kristín Kröyer, Erla G. Hafsteinsdóttir, Halldóra B. Bergþórsdóttir.

Formlegt fagfélag um mengun á Íslandi (FUMÍS) hefur verið sett á stofn. Umhverfisstofnun á fulltrúa í stjórn félagsins, Kristínu Kröyer, sérfræðing í teymi mengunareftirlits. 

Vilja auka þekkingu á vönduðum vinnubrögðum

Markmið félagsins er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu vönduðum vinnubrögðum í málefnum mengunar í jarðvegi, yfirborðs- og jarðvatni. Félaginu er einnig ætlað að stuðla að auknu samráði og samstarf ólíkra aðila í málefnum er varða mengun. 

Á dagskrá er að halda fræðslu viðburð fyrir félagsmenn á vormánuðum. 

Stofnfélagar eru:

  • Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, Verkís
  • Guðjón Ingi Eggertsson, ritari. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
  • Halldóra Björk Bergþórsdóttir, varamaður, VSÓ
  • Helga Jóna Jónasdóttir, meðstjórnandi, Vegagerðin
  • Kristín Kröyer, gjaldkeri, Umhverfisstofnun
  • Ríkharður Friðriksson, meðstjórnandi, Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes

Sækja um aðild

Hægt er að sækja um aðild að félaginu á heimasíðu félagsins fumis.is eða með því að senda beiðni um aðild á fumis@fumis.is. Aðild að félaginu er kostnaðarlaus.