Stök frétt

Öll velkomin á kynningarfund um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár / Mynd: Bernd Thaller - wikimedia

Umhverfisstofnun auglýsir opinn kynningarfund vegna auglýsingar á tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.

Fundurinn fer fram mánudaginn 11. mars kl. 16:30 á skrifstofu Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, 5. hæð og í streymi. Hlekkur á streymi

Á fundunum verður meðal annars fjallað um:

  • Feril framkvæmdaáætlunarinnar
  • Hvað áætlunin felur í sér
  • Tillögusvæðin
  • Mögulegar verndarráðstafanir

Í lokin verður opnað fyrir umræður og spurningar undir stjórn starfsfólks Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar.

Skoða viðburðinn á Facebook

Kynningarfundir fyrir Tjörnes og Norður-Melrakkasléttu

Í næstu viku verða einnig kynningarfundir um tillögusvæðin Tjörnes og Norður Melrakkasléttu.

Tjörnes og Norður-Melrakkaslétta, Félagsheimilið Sólvangur á Tjörnesi, þriðjudaginn 12. mars kl 16:00

Norður-Melrakkaslétta, Félagsheimilið Raufarhöfn, miðvikudaginn 13. mars kl. 17:00

 

Tengt efni: