Stök frétt

Vegna smölunar í Friðland að Fjallabaki laugardaginn 14. september vill Umhverfisstofnun koma eftirfarandi tilmælum á framfæri til fólks sem hyggur á ferðalag í friðlandið.

Á meðan á smölun stendur á svæðinu austan við Bláhnúk í Landmannalaugum er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki á ferðinni á því svæði af tillitssemi við smala og búfénað.

Um er að ræða gönguleiðir um Bláhnúk, Skallahring, að Grænahrygg og í Hattver um Halldórsgil og Jökulgil.

Nánari upplýsingar veita landverðir í síma 822-4083 eða gegnum netfangið fjallabak.ranger@ust.is .