Mannauður

Vinnustaðurinn

Umhverfisstofnun er kjarninn í umhverfis- og náttúruvernd á Íslandi. Stofnunin gegnir lykilhlutverki í því að tryggja gæði umhverfisins og stuðla að verndun náttúrunnar. Starfsemi okkar er staðsett á níu starfsstöðvum um land allt, þar sem við leggjum ríka áherslu á að skapa verkefnamiðað vinnuumhverfi sem styður við framsækni og samvinnu.

Mannauður Umhverfisstofnunar er grunnstoðin að árangri okkar. Við stefnum að því að vera fyrirmyndarstofnun í þjónustu og eftirsóknarverður vinnustaður þar sem hæfileikaríkt og drífandi fólk þrífst.

Meðalaldur starfsfólks okkar er 42 ár, og við erum á bilinu 120-150 starfsmenn sem deilum ástríðu fyrir umhverfisvernd. Við viljum besta starfsfólkið, óháð staðsetningu, og leggjum okkur fram um að öllum líði vel í vinnunni. Starfsstöðvar okkar eru víðs vegar um landið.

Laus störf

Það eru engin störf laus til umsóknar.

Umhverfisvænn og barnvænn vinnustaður

Við erum stolt af því að vera umhverfisvænn vinnustaður, með Svansvottun, ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi, og þátttöku í verkefninu Græn Skref. Umhverfisvænn lífsstíll er einnig studdur með vegan úrvali í matsalnum okkar á Suðurlandsbraut og samgöngusamningum sem hvetja til umhverfisvænna ferðamáta. 

Auk þess erum við barnvænn vinnustaður, sem tryggir sveigjanleika og stuðning við fjölskyldulíf starfsmanna.

Sveigjanlegt og heilsueflandi vinnuumhverfi

Umhverfisstofnun býður upp á sveigjanlegan vinnutíma með 36 stunda vinnuviku, og fjarvinnuheimild 1-2 daga í viku fyrir mörg störf.

Heilsuefling er hjartans mál og bjóðum við íþróttastyrki fyrir starfsfólk okkar, ásamt þátttöku í viðburðum eins og „Hjólað í vinnuna“, þar sem Umhverfisstofnun hlaut 1. sætið í sínum flokki árið 2022

Sjá einnig: Starfsfólk Umhverfisstofnunar toppar Snæfelljökul

Fyrirmyndarstofnun í þjónustu

Við leggjum mikla áherslu á að vera fyrirmyndarstofnun í þjónustu. Markmið okkar er að efla úrvinnslu og miðlun upplýsinga til hagaðila og tryggja að allar ákvarðanir og aðgerðir séu byggðar á áreiðanlegum gögnum og faglegri þekkingu.

Gæðastjórnunarstaðallinn ISO 9001 og jafnlaunavottun okkar eru dæmi um það hvernig við tryggjum jafnræði og gæði í allri okkar starfsemi.