Stafræn þjónusta

Veiðikort

Veiðimenn geta nú afgreitt sig sjálfir til að endurnýja veiðikortið og fengið það sent samstundis á rafrænu formi.

Umhverfisstofnun var fyrst íslenskra stofnana til að opna fyrir rafræna þjónustu, í ársbyrjun 1999 gátu veiðimenn skilað inn veiðiskýrslum sínum rafrænt til Veiðimálastjóra (sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun) og sótt um endurnýjun á veiðikorti.

Þjónustugátt

Umhverfisstofnun er að auki með þjónustugátt þar sem hægt er að sækja um ýmiss konar leyfi, allt frá starfsleyfum til leyfa til myndatöku eða framkvæmda á friðlýstum svæðum ásamt fleiru.

Gagnagátt

Umhverfisstofnun er svo með gagnagátt þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta skilað inn gögnum vegna ýmissa mála, til dæmis vegna meðferðar úrgangs og hreindýraveiða. Samstarfsaðilar stofnunarinnar, eins og heilbrigðiseftirlitin, eru einnig með aðgang þar að ýmsu sem þau snertir.

Kortasjá

Umhverfisstofnun er einnig með landupplýsingaþjón hvar hægt er að fá aðgang að þjónustum varðandi ýmsa málaflokka. Hægt er að skoða gögnin á kortaþjónustu.

API tenging

Á API.ust.is birtir Umhverfisstofnun gögn í forritunarviðmóti (JSON og álíka) sem auðveldar sjálfvirkar gagnatengingar, til dæmis við lestur nýjustu loftgæðagagna.

Opinber birting

Lögformleg birting vegna starfsleyfa hefur færst úr Lögbirtingablaðinu yfir á vef Umhverfisstofnunar, sjá: