Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Út er kominn bæklingur í röðinni Upplýsingar og staðreyndir um heimajarðgerð og notkun jarðgerðartunna. Í bæklingnum er farið vandlega í allt sem snýr að heimajarðgerð, hvað þarf til og hvers konar úrgang er best að nýta til jarðgerðar í garðinum. Margir hafa eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar með vorinu að hefja heimajarðgerð og með þessar leiðbeiningar í höndunum verður jarðgerðin leikur einn.

Sífellt fleiri garða- og sumarhúsaeigendur hafa þegar hafið jarðgerð eða hyggja á slíkt þó ekki sé löng hefð fyrir henni hér á landi, aðallega vegna þess að veðurfar hefur þótt óhagstætt. Reynsla margra frumkvöðla sýnir þó svo ekki verður um villst að vel er hægt að stunda jarðgerð hér á landi með góðum árangri. Allir geta stundað heimajarðgerð , en hún er kannski heppilegust fyrir þá sem eiga garðreit eða hafa skóg.

Tilvísun á pdf af bæklingnum