Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Norrænt menningarumhverfi og menningararfur er umfjöllunarefni nóvemberheftis Nordmiljö, fréttabréfs Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál.

Sagt er frá ýmsum verkefnum sem unnið er að m.a. stafrænni kortlagningu á ferðum víkinganna um norðurhöf og er hægt að slást í för með víkingunum í sýndarveruleika á síðunni www.raa.se/vikingaresan.

Sagt er frá því hvernig menningararfinum er miðlað til þeirra sem sinna skipulagningu þéttbýlis. Sagt er frá verkefninu Economics and Built Heritage sem unnið er í samstarfi Svía, Norðmanna, Finna og Eystrasaltslandanna. Þar er lögð áhersla á efnahagslegt mikilvægi byggingararfsins og hafa rannsóknir á þessu sviði leitt ýmislegt athyglisvert í ljós. Sjá www.ebheritage.fi.

Sívaxandi áhersla er lögð á efnahagslegan ábata af varðveislu menningarminja og menningarumhverfis og er sagt frá samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á þessu sviði.

Sagt er frá nýjustu útgáfum Ráðherranefndarinnar á sviði umhverfis- og menningarverndar á norðurskautssvæðinu, Kulturmiljöer í Arktis og Værnekriterier for geologiske elementer og kulturminder í Arktis.Þar er fjallað um hvernig vernda megi landslag, jarðfræði og menningarminjar á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Sjá nánar: