Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð Íslenskrar matorku ehf., Fellsmúla, Landssveit til eldis á allt að 350 tonnum á ári af bleikjuseiðum og borra. Fiskeldisstöðin í Fellsmúla hefur verið starfrækt í tæplega 30 ár og hefur verið rekin á starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til þessa. Ekki er gert ráð fyrir sláturhúsi við stöðina. Hugmyndafræði fyrirtækisins byggir á umhverfisvænni og sjálfbærri framleiðslu og starfar fyrirtækið eftir grænu hringferli sem byggir á því að nýta aðföng og orku á sem bestan hátt ásamt því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif eldisins. 

Niðurstaða Skipulagsstofnunar, frá 18. janúar 2012, var sú að eldi á 100 tonnum af bleikjuseiðum og 250 tonnum af borra á ári sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. 

Starfsleyfistillagan er auglýst á tímabilinu 3. september. 2014 til 31. október. 2014. Hér að neðan má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar og umsóknargögnin. Einnig tilkynningu til Skipulagsstofnunar og niðurstöðu hennar. Gögnin munu einnig liggja frammi á Sveitaskrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsbraut 1, Hellu. Ekki er áformað að boða til kynningarfundar um tillöguna á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað. 

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 31. október 2014.