Tillaga að starfsleyfi Eldisstöðin Ísþór hf. Þorlákshöfn
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Eldisstöðina Ísþór hf. Um er að ræða landeldi í Þorlákshöfn þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 1.800 tonn. Eldisstöðin Ísþór hf. hefur verið með leyf fyrir 600 tonnum í Þorlákshöfn og er því verið að auka eldið um 1.200 tonn.
Að mati Umhverfisstofnunar munu helstu áhrif aukningarinnar vera í formi aukins magns næringarefna bæði á föstu formi og uppleystu sem munu verða losuð í viðtakann. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó. Í starfsleyfi eru ákvæði þar sem hægt er að gera aukna kröfum um hreinsun fari rekstaraðili yfir þau mörk sem sett hafa verið í leyfið.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is). Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. febrúar 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.