Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. í Örfirisey, Reykjavík. Örfirisey er ein megininnflutningbirgðastöð landsins. Þaðan er eldsneyti dreift á sjó og landi og þjónar birgðastöðin allri eldsneytisþörf suðvesturhluta landsins frá Vestfjörðum að Lóni í Öræfum, að flugeldsneyti undanskildu, beint til notenda eða með milligeymslu á birgðastöðvum á svæðinu. Sömuleiðis er öll úrgangsolía sem safnað er á landinu hreinsuð í stöðinni þannig að hægt sé að nýta hana sem eldsneyti og spara þannig innflutning á olíu.


Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir að heimilt sé geyma allt að 72.000 m3 af olíu og bensíni í stöðinni á hverjum tíma og þar af olíu í stærsta geymi allt að 9.100 m3 og allt að 9.100 m3 af bensíni, auk móttöku og hreinsun á allt að 9.000 m3 af úrgangsolíu.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST202303-105, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfisstofnun með slíkt erindi sem fyrst. 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. október 2024.

Tengd skjöl
Umsókn
Grunnástandsskýrsla
Starfsleyfistillaga